©2019 // Fatahönnunarfélag Íslands 
fatahonnunarfelag@honnunarmidstod.is

FÉLAGSAÐILD

Til að gerast félagi í Fatahönnunarfélagi Íslands þarf umsækjandi að hafa lokið fatahönnunarnámi á háskólastigi, þ.e. þriggja ára BA nám frá listaháskóla.  Ef umsækjandi hefur ekki lokið háskólanámi þarf hann að sýna fram á aðra reynslu innan fagsins og mun fagráð Fatahönnunarfélagsins meta umsóknina. Einnig þarf umsækjandi að hafa skrifleg meðmæli þriggja fullgildra félagsmanna. (sbr 8. gr. í lögum félagsins)

Árgjald er 18.000 kr.

Nemendur í BA námi í fatahönnun geta nú einnig sótt um félagsaðild og greiða ekki árgjald fyrr en eftir útskrift. 

Til að sækja um í Fatahönnunarfélagi Íslands fyllir þú út umsóknarform á síðu Hönnunarmiðstöðvar