• Fatahönnunarfélag Íslands

Aðalfundur Fatahönnunarfélagsins

Í gær, þriðjudaginn 28.maí var haldinn aðalfundur fatahönnunarfélags Íslands í Hönnunarmiðstöðinni. Farið var yfir árskýrsluna og það helsta sem var gert á árinu, einnig var farið yfir peninga stöðu félagsins, samþykktar voru lagabreytingar og svo var haldin skemmtileg vinnustofa þar sem unnið var að nýrri stefnumótun fyrir félagið. Mætingin var mun betri en búist var við og erum við í stjórninni ótrúlega ánægðar með það. Margar og skemmtilegar pælingar og áhugaverðar umræður sköpuðust á vinnustofunni. Stjórnin bauð öllum upp á léttar veitingar og góða drykki til að svala þorstanum á heitu svölunum fyrir framan aðstöðu Hönnunarmiðstöðvarinnar.#icelandicfashioncouncil #fatahonnunarfelagislands

58 views

©2019 // Fatahönnunarfélag Íslands 
fatahonnunarfelag@honnunarmidstod.is