©2019 // Fatahönnunarfélag Íslands 
fatahonnunarfelag@honnunarmidstod.is

  • Fatahönnunarfélag Íslands

Fashion Film Festival

Halló halló,

Við viljum vekja sérstaka athygli á þessum rugl skemmtilega viðburði sem verður í næstu viku.

Fyrsta sinn á Íslandi verður haldin tísku kvikmyndahátíð með heitinu Fashion Film Festival eða FFF.

Hátíðin er skipulögð af hönnunarteymi sem skipa Ása Bríet Brattaberg og Álfrún Pálmadóttir. Markmið þeirra með hátíðinni er að halda tískutengdan viðburð sem opinn er öllum, nemendum, fagaðilum og áhugafólki.

Við fögnum frábærri viðbót sem styður kynningu og bara almennan áhuga á fleiri viðburðum sem þessum.

Á kvikmyndahátíðinni verða sýndar vel valdar tískumiðaðar heimildarmyndir og verður hún haldin í Bíó Paradís 20-24.nóvember nk.

Almennt miðaverð fyrir stakan miða eru 1600 krónur og 5200 krónur fyrir hátíðarpassa.

Sem fagaðilar fáið þið afslátt af hátíðarpassa og getið keypt hann á 4500 krónur.

Sameinumst og skemmtum okkur á frábærum heimildarmyndum, umræðum, sýningum og partýstemmingu.


Við vonumst ti að sjá sem felsta

Stjórn Fatahönnunarfélags Íslands

3 views