©2019 // Fatahönnunarfélag Íslands 
fatahonnunarfelag@honnunarmidstod.is

  • Fatahönnunarfélag Íslands

Pop Up verslun í Denver,Colorado


Nú á dögunum opnaði Pop Up verslun með yfir 20 íslenska hönnuði í Zeppelin Station í Denver, Colorado. Verkefnið kallast Made in a City og er Reykjavík þriðja borgin til að taka þátt. Íbúum Denver gefst því tækifæri á að kynna sér íslenska hönnun og matargerð á næstu 3 mánuðum en veitingastaðurinn Skál! opnaði einnig stað á sama tíma. Opnunin heppnaðist einstaklega vel með pallborðsumræðum frá fatahönnuðunum Eygló Lárusdóttur og Nataliu Sushchenko og vættu gestir kverkar með Brennivíni og Einstök bjór á íslenska mátann. Meðal þátttakenda má nefna Bið að heilsa niðrí slipp, Farmers Market, Orri Finn, Mannabein, Sushchenko, Eyglo, Usee Studio, Sævar Markús og Vakir.

2 views