©2019 // Fatahönnunarfélag Íslands 
fatahonnunarfelag@honnunarmidstod.is

  • Fatahönnunarfélag Íslands

Spennandi tímar framundan

Það var kosið í nýja stjórn fatahönnunarfélagsins á síðasta ári og ný stjórn mynduð.

Við erum fullar af fítonskrafti og þrælspenntar fyrir komandi mánuðum.

Við erum að vinna í að sækja um fleiri afslætti fyrir félagið, og vonum við að það komi inn sem allra allra fyrst.

Við munum notast við facebook síðuna: "Umræðuvefur Fatahönnunarfélags Íslands'' til að setja inn fréttaefni og tilkynningar um styrki og þess háttar, svo endilega skráið ykkur þar inn ef þið eruð ekki skráð nú þegar. Svo ætlum við líka að vera duglegar að setja inn allskonar efni hingað inn.

Það væri gaman að hafa vísindaferðir innan félagsins þar sem við förum á vinnustofur hönnuða eða í verslanir, þar sem við kynnumst og gerum okkar glaðan dag!

Svo erum við með hugmyndir um að hafa einskonar bíó bjórkvöld þar sem við gröfum upp gamalt efni, vandræðalegt og skemmtilegt. Endilega sendið inn efni eða uppástungur ef þið eigið eitthvað óséð.

Það væri gaman að hafa hönnuð mánaðarins þar sem við setjum fókus á einn hönnuð sem gæti e.t.v. veitt afslátt í til félagsmanna í ákveðinn tíma þann mánuðinn.


Ef að þú ert hönnuður og langar að vera með þá hvetjum við þig að sækja um með því að smella á linkinn hér fyrir neðan

https://honnunarmidstod.typeform.com/to/OmiO1g


Hlökkum til að deila allskonar með ykkur

Stjórn Fatahönnunarfélagsins

6 views