©2019 // Fatahönnunarfélag Íslands 
fatahonnunarfelag@honnunarmidstod.is

UM FÉLAGIÐ

Fatahönnunarfélag Íslands (FÍ) er fagfélag fatahönnuða á Íslandi og er eigandi Hönnunarmiðstöðvar Íslands ásamt átta öðrum fagfélögum.

Markmið félagsins er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi og standa vörð um réttindi félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni og að efla hugvit innan íslenskrar fatahönnunar. Félagið leggur sig fram við að upplýsa almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang.

Fræðsla

Félagið stendur fyrir hinum ýmsu sýningum og atburðum með það að leiðarljósi að kynna íslenska fatahönnun, fræða almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang ásamt því að hvetja til faglegrar umræðu.
 

Uppskeruhátið

Uppskeruhátíðin er haldin í árslok og er markmið hennar að efla samheldni félagsmanna og skapa vettvang fyrir fræðslu og faglega umræðu.

Hönnunarmars

Félagið hefur tekið þátt í HönnunarMars frá upphafi með samsýningum þar sem úrval hönnunar félagsmanna er sýnd undir listrænni stjórn sýningarstjóra.

Félagið er eitt af fagfélögum sem eiga Hönnunarmiðstöð og fá því félagsmenn forgang til þátttöku í Hönnunarmars. 

Vefsíða Hönnunarmars

HA - Tímarit um hönnun og arkitektúr

HA er tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr. Í ritinu er fjallað um allt frá sköpunarverkum ungra og upprennandi hönnuða yfir í helstu afrek arkitekta. Ritið ristir undir yfirborðið og skoðar hugsjónir og aðferðir hönnuða sem móta umhverfi okkar og komandi kynslóða.

HA er skrifað á tveimur tungumálum, íslensku og ensku, og höfðar jafnt til fagfólks sem og áhugafólks um hönnun og arkitektúr. Ritið kemur út tvisvar á ári, maí og nóvember. HA er gefið út af Hönnunarmiðstöð og fá félagsmenn FÍ ritið sent heim að dyrum.

Vefsíða HA

Meðlimir í FÍ greiða árgjald sem nú er 18.000 kr. (reikningur berst í heimabanka).

Hafa Samband

Fatahönnunarfélag Íslands
Aðalstræti 2, 101 Reykjavík

Kt. 641001-2950

Tölvupóstfang:  fatahonnunarfelag@honnunarmidstod.is

FÍ er með lokaðan umræðuvef á Facebook, „Umræðuvefur Fatahönnunarfélags Íslands“ er opinn öllum félagsmönnum.